Danski bankinn FIH Erhvervsbank, sem er í eigu Kaupþings banka, hefur ráðið til sín nokkra af starfsmönnum Carnegie verðbréfafyrirtækisins og hyggst auka starfsemi sína í verðbréfamiðlun.

Síðan í desember hafa fjórir reyndir greinendur yfirgefið Carnegie og gengið til liðs við FIH að því er kemur fram í Börsen. Áður hafði FIH nánast tekið alla miðlaradeild Alm Brand Bank og FIH hafði einnig tekið yfir starfsmenn sem unnu á fyrirtækjasviði Carnegie. Samkvæmt frétt upplýsingaþjónustunnar Factiva er gert ráð fyrir að útþensla FIH haldi áfram.