Bandarískir eftirlitsaðilar hafa engar vísbendingar um að ólögmætt athæfi hafi átt sér stað við skráningu Facebook á hlutabréfamarkað. Þegar félagið fór á markað fyrir tæpum tveimur vikum komu upp tæknilegir örðugleikar. Mikið verðfall var á bréfunum, líkt og verið hefur síðan. Talið er að fyrsta daginn hafi um 100 milljónir tapast í viðskiptum með bréfin.

Eftirlitsstofnanir telja hins vegar ekkert ólöglegt hafa átt sér stað, í það minnsta við skráninguna sjálfa. Í Grein Wall Street Journal um málið segir að stór hluti fjárfesta sé þó afar vonsvikinn með niðurstöðu hlutabréfaútboðsins, meðal annars vegna tæknivandræða við hlutabréfaviðskipti með bréfin og brattrar lækkunar.