Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest A lánshæfismat Glitnis og segir horfur bankans stöðugar, segir í tilkynningu frá félaginu.

Lánshæfismatið endurspeglar góða arðsemi bankans, fjölbreytta tekjudreifingu, sterkt eignasafn og heildarverðmæti bankans.

Matið tekur einnig til greina hve bankinn sé háður utanaðkomandi fjármagni, nýlegra kaupa bankans og áhættu vegna smæðar íslenska efnahagsins og óstöðugrar krónu.

Starfsemi Glitnis í Noregi hefur tryggt bankanum stöðugri tekjulindir, en ólíkt efnahagsástand í Noregi og á Íslandi tryggi þannig tekjudreifingu bankans.

Fitch segir að afkoma Glitnis á fyrri helmingi árs hafi verið góð, en þó ekki í sama mæli og hinna íslensku bankanna.