Fjárlagafrumvarpið liggur nú fyrir en í eina tíð héldu menn því fram að ekkert plagg hefði meira að gera með hagstjórnina í landinu. Ekki er ljóst hvort það á við núna en til að ræða fjárlagafrumvarpið og áhrif þess á hagstjórn í landinu munu tveir valinkunnir hagfræðingar mæta í Viðskiptaþáttinn á Útvarpi Sögu í dag. Það eru þeir þá Ingólfur Bender forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka og Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.

Við ætlum að helga góðan hluta af þættinum þessu málefni en í seinni hluta þáttarins kemur í þáttinn Ásmundur G. Vilhjálmsson héraðsdómslögmaður og forstöðumaður skattasviðs Grant Thornton endurskoðunar ehf. Fyrirtækið efnir til almenns fræðslufundar næstkomandi fimmtudag og er yfirskrift fundarsins: Alþjóðleg skattasniðganga ? flótti eða fyrirhyggja.

Þátturinn er endurfluttur kl. eitt eftir miðnætti í nótt.