FL Group hefur í dag undirritað 330 milljóna evra lánssamning til þriggja ára við Morgan Stanley (um 28 milljarðar króna). Um er að ræða fjármögnun á hlutabréfaeign FL Group í Glitni banka. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þessi fjármögnun undirstrikar traust FL Group á Glitni banka en nú hefur FL Group fjármagnað með langtímalánum alla hlutafjáreign sína í bankanum, sem er stærsta eign félagsins. Lántakan er um leið glöggt vitni um það ótvíræða traust sem FL Group hefur áunnið sér á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

?Þessi fjármögnun, eykur sveigjanleika FL Group til fjárfestinga til muna," segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group í tilkynningu, "og styrkir lausafjárstöðu félagsins enn frekar. Um leið sýnir þetta styrk félagsins til að sækja fjármagn á ólíkum mörkuðum. FL Group átti mjög gott samstarf við Morgan Stanley og lýsir yfir ánægu með árangur þeirrar vinnu. Fjármögnunin undirstrikar jafnframt traust FL Group á Glitni banka til framtíðar og staðfestir áform félagsins um að vera þar áfram kjölfestufjárfestir.?