Ferðum Íslendinga til Danmerkur fjölgaði um nærri fimmtung í fyrra eða í fjörutíu þúsund ef mið er tekið af þeim fjölda gistinátta sem hagstofa Dana merkir Íslendingum.

Í frétt á vef Túrista segir að þrátt fyrir þessa aukningu sé langt í að metið frá árinu 2007 verði slegið því þá mældust gistinætur Íslendinga á danskri grundu rétt um hundrað og þrjú þúsund sem er þrefalt fleiri en í fyrra.