Um 74% finnst áhrif kvenna hafa aukist á undanförnum 5 árum en 1,3% telja þau hafa minnkað. Flestir á aldrinum 65 ára og eldri telja áhrif kvenna hafa aukist og þar af finnst 82% karla á þeim aldri áhrifin hafa aukist en 79% kvenna. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Viðskiptablaðið. Nánar er fjallað um könnunina í sérblaði Viðskiptablaðsins Áhrifakonum sem kemur út á morgun.

Stór meirihluti var fylgjandi því að áhrif kvenna ættu að vera enn meiri. 77% voru á þeirri skoðun, 20,3% finnst konur ættu að hafa jafn mikil áhrif og nú og 2,7% finnst þær ættu að hafa minni áhrif. Stærra hlutfall kvenna finnst að áhrifin ættu að vera meiri en karlar. Af körlum á aldrinum 25-54 ára finnst 5-9% að konur ættu að hafa minni áhrif. Einnig töldu 6% kvenna á aldrinum 65 ára og eldri að konur ættu að hafa minni áhrif.