Nú í sumar sigla hátt í 80 skemmtiferðaskip til Reykjavíkur og verður heildarfarþegafjöldinn um 100.000. Því fagna starfsmenn
Reykjavíkurhafnar enda hefur markaðsstarf þeirra beinst að því að fjölga skipum og lengja þann tíma sem þau staldra við.
Fleiri ferðamönnum fylgja meiri tekjur fyrir höfnina og fjöldi tækifæra fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu.

Þetta gildir ekki bara um Reykjavíkurhöfn en skemmtiferðaskip heimsækja meðal annars Akureyri, Ísafjörð og Vestmannaeyjar. Borgarbúar geta fylgst með ferðamönnunum næstkomandi mánudag þegar fjögur stór skemmtiferðaskip leggjast við bryggju í Reykjavíkurhöfn með samtals um 7.000 farþega.