Flugmenn hjá þýska flugfélaginu Lufthansa hafa samþykkt verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu. Þeir krefjast hærri launa og betri starfsaðstæðna. Það upplýsir talsmaður stéttarfélags þeirra í samtali við Bloomberg.

Verkfallið mun hafa áhrif á allan rekstur Lufthansa og einnig lágfargjaldaflugfélagið Germanwings. Tímasetning verkfallsins hefur ekki verið ákveðin en gefin verður tveggja sólarhringa fyrirvari og verkfallið mun ekki skella á í páskavikunni 18. – 21. Apríl.