Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motor Co. hefur fjárfesti 760 milljón dollara til byggingar nýrrar verksmiðju í Kína. Fyrirtækið reynir að halda í við helsta keppinautinn, General Motors Co á þessum stærsta bílamarkaði heims. Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar Reuters í dag.

Í tilkynningu frá Ford segir að nýja verksmiðjan muni auka framleiðslugetu fyrirtækisins um 250.000 bíla þegar framleiðsla hefst árið 2015. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við bygginguna hefjist seinna á þessu ári.