Bandaríski bílaframleiðandinn Ford Motor er í viðræðum við kínverska rafbílaframleiðandann BYD um sölu á verksmiðju félagsins í Saarlouis í Þýskalandi. Þetta kemur fram í grein hjá Wall Street Journal.

Stjórnendur Ford í Þýskalandi fara til Kína í næstu viku að semja um sölu verksmiðjunnar, en meðal bifreiða sem framleiddar eru í verksmiðjunni er Ford Focus fólksbíllinn. Ford er einnig í viðræðum við kanadíska bílaframleiðandann Magna International.

Ford er í auknum mæli að færa sig yfir í rafbílaframleiðslu. Félagið áætlar að framleiðsla þess á rafbílum muni fara fram í verksmiðjum í Valencia á Spáni og Köln í Þýskalandi.

BYD er stærsti rafbílaframleiðandi Kína og Kína er stærsti rafbílamarkaður heims. Félagið selur fjölmarga rafbíla á evrópskum markaði, þar á meðal rútur.