Stephen Craig, framkvæmdastjóri verslunarkeðjunnar All Saints, er hættur störfum vegna deilna við Kevin Stanford, stjórnarformann og stofnanda félagsins. Greint er frá á vefsíðu Financial Times í dag að Craig og Stanford hafi verið ósammála um hvert skyldi stefna í rekstrinum og hver stýrði félaginu.

Craig segir í yfirlýsingu að við núverandi stjórnendaform sé afar óskýrt hver hlutverk stjórnarformannsins og framkvæmdastjórans voru. Því hafi hann ákveðið að hætta.

Skilanefndir Kaupþings og Glitnir gengu frá sölu á hlut sínum í All Saints í byrjun maí sl. Kaupendur voru fjárfestingasjóðirnir Lion Capital og Goode Partners sem keyptu meirihluta. Kevin Stanford á um 15% í félaginu.