Framleiðni jókst um 2,6% í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs þrátt fyrir niðursveiflu í hagkerfinu.

Hagfræðingar segja að þetta gefi til kynna að fyrirtæki hafi brugðist skjótt við minnkandi eftirspurn með því að segja upp starfsmönnum og minnka yfirvinnu.

Á sama tíma hefur launakostnaður ekki aukist minna frá því á fyrstu þremur mánuðum ársins 2004, sem ætti að draga úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu.