*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 6. maí 2013 09:29

Framtakssjóðurinn selur 5% í Icelandair

Framtakssjóður Íslands fer úr öðru sæti yfir stærstu hluthafa Icelandair í það fjórða.

Ritstjórn

Framtakssjóður Íslands hefur selt 250 milljónir hluta í Icelandair að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar og á nú 7,01% í félaginu. Hluturinn sem seldur var nemur rétt tæpum 5% hlutafjár í Icelandair og ef miðað er við lokagengi bréfa félagsins á föstudag nemur söluverðið um 3.375 milljónum króna.

Framtakssjóðurinn átti fyrir söluna rúmar 600 milljónir hluta í félaginu en á nú um 350 milljónir. Hann var næststærsti hluthafinn í félaginu með 12,01% á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna með 14,6%. Nú eru tveir aðrir hluthafar með stærri hlut en Framtakssjóðurinn, Stefnir - ÍS 15 með 7,95% og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 7,05%.