Gengi hlutabréfa N1 og Haga hækkaði um 1,1% í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta hækkun dagsins á markaðnum. Viðskipti með hlutabréf Haga námu 29 milljónum króna en 15 milljónum króna með bréf N1.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa TM um 0,48%, Vodafone um 0,34%, Eimskips um 0,22% og VÍS um 0,09%.

Einungis gengi bréfa Össurar lækkaði í dag eða um 0,39%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,29% og endaði hún í 1.199,74 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkði Kauphallarinnar nam rétt tæpum 273 milljónum króna. Mest var veltan með hlutabréf Icelandair Group og TM eða upp á 50-51 milljón króna í hvoru félagi.