Feðgarnir í Fjarðarkaupum eru menn ársins 2009 í íslensku atvinnulífi, að mati tímaritsins,Frjálsrar verslunar. Þetta eru þeir Sigurbergur Sveinsson og synir hans, Sveinn og Gísli Þór.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, afhenti feðgunum viðurkenninguna nú rétt í þessu.

Fjarðarkaup var stofnað fyrir 37 árum sem fyrsta lágvöruverðsverslun á Íslandi. Í mati sínu lagði dómnefndin til grundvallar frumkvöðlastarf á sviði lágvöruverðsverslunar á Íslandi, langan og farsælan feril, hófsemi, dugnað og útsjónarsemi sem gert hefur Fjarðarkaup að stöndugu og framúrskarandi fyrirtæki. Fjarðarkaup skuldi ekki krónu í langtímalánum og búi að því að þar hefur verið vel haldið á málum og hagnaði haldið inni í fyrirtækinu til að styrkja stoðir þess segir í tilkynningu..