Lagafrumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum var samþykkt með 47 atkvæðum á þingfundi seint í gærkvöldi. Sjö þingmenn Pírata og Vinstri grænna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, skilaði minnihlutaáliti þar sem hún gagnrýnir viðvarandi og óviðunandi samráðsleysi ríkisstjórnarinnar vegna vinnu við afnám gjaldeyrishafta.

Fjárfestingarfélögin Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital LP gagnrýndu frumvarpið harðlega í umsögn sinni og fullyrtu að þessi aðferð ríkisstjórnarinnar geti út á við talist sem greiðslufallsviðburður, sem skapi áhættu fyrir íslenska ríkið.