Breska stórblaðið Financial Times er með mikla umfjöllun um Ísland og ástandið hér í blaði dagsins. Þar er meðal annars viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og mikil umfjöllun um aðdraganda og ástæður hrunsins. Þar er Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, meðal annars kallaður pólitískur guðfaðir íslensku olígarkanna.

Þar er einnig rakið að Davíð sé nú setur í ritstjórastól Morgunblaðsins sem margir sjái sem tilraun til að undirbúa endurkomu hans. Í greininni eru rakin umsvif og örlög helstu útrásarvíkinganna og reynt að setja það í samhengi við það sem hefur gengið á hér undanfarin ár. Bent er á að þó að umsvif margra þeirra erlendis séu nánast horfin hafi þeir enn talsverð ítök á Íslandi.

Rakið er að sérstakur saksóknari sé nú að rannsaka ríflega 40 mál tengd bankahruninu. Engar ákærur hafi þó verið gefnar út og bent er á að flestir útrásarvíkinganna lifi enn í London.