Samfylkingin mælist með 6,1% fylgi í nýrri skoðanakönnun og ekki er marktækur munur á fylgi hennar og Framsóknarflokksins sem mælast með 7,3%. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis .

Munu formannsskipti hafa áhrif?

Jafnframt mælist Björt framtíð með 2,5% en ekki sést merki þess að fylgi flokksins hafi hækkað síðan nýr formaður tók við í september eftir að skoðanakannir höfðu sýnt lítið fylgi.

Formannskjör hefst í Samfylkingunni á hádegi á morgun og stendur til 3. júní, en núverandi formaður, Árni Páll Árnason hyggst ekki bjóða sig fram áfram.

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 32% fylgi og Píratar mælast með 29% en munurinn á milli þeirra er heldur ekki tölfræðilega marktækur. Loks mælast Vinstri græn með 18,1% en fylgi þeirra hefur aukist mikið síðan Panamaskjölunum svokölluðu var lekið.

Ef þetta yrðu niðurstöður kosninganna myndu þingmenn skiptast niður þannig að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22, Píratar 20, VG 12, Framsókn 5 og Samfylkingin 4.