Við ákváðum frá upphafi að við ætluðum að reka evrópska auglýsingastofu, en ekki franska, ítalska, svissneska eða gríska stofu,“ segir Uli Wiesendanger, einn af stofnendum auglýsingastofunnar TBWA. Hann var hér á landi nýlega í boði PiparTBWA, sem hélt boð í nýju skrifstofuhúsnæði á dögunum.

Wiesendanger, sem er svissneskur, stofnaði TBWA ásamt hinum grísk-bandaríska William G. Tragos, hinum franska Claude Bonnange og Ítalanum Paolo Ajroldi árið 1970 og er W-ið í nafninu því komið af eftirnafni hans.

„Við höfðum allir unnið í auglýsingabransanum um nokkurt skeið, en kynntumst þegar við unnum saman í Parísarskrifstofu Young & Rubicam, sem er bandarískt fyrirtæki. Hjá Y&R var mjög gaman að vinna og þrátt fyrir að vera hluti af bandarísku fyrirtæki var stofan í París mjög evrópsk. Þar lærðum við fjórmenningarnir að hægt væri að líta á Evrópu sem eitt svæði, markaðslega og menningarlega. Við vorum metnaðarfullir ungir menn og töldum að við gætum allt eins rekið okkar eigin stofu í stað þess að vinna fyrir aðra.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .