Danska stórflutningaskipið Nordic Orion var fyrsta skip sinnar tegundar til að sigla norðvesturleiðina svokölluðu, en á dögunum flutti það kolafarm frá Bresku Kólumbíu í Kanada til Finnlands.

Það að geta siglt norðvesturleiðin hefur lengi verið draumur meðal stjórnenda skipafélaga, en það er fyrst nú sem hægt er að sigla leiðina vegna þess að ísinn á svæðinu hefur hopað.

Með því að sigla norðvesturleiðina í stað þess að fara um Panamaskurðinn lækkar eldsneytiskostnaður um fjórðung og því gat skipið flutt meira af kolum.

Nordic Orion er í eigu skipafélagsins Nordic Bulk Carriers, sem einnig hefur flutt járngrýti frá Noregi til Kína með því að sigla norður fyrir Rússland.