Rússneska orkufyrirtækið Gazprom hefur tilkynnt að það muni ekki starfa með öðrum aðilum við gasvinnslu í Shtokman-auðlindinni í Barentshafi, segir í frétt Dow Jones.

Fimm erlend fyrirtæki höfðu vonast til að komast inn í verkefnið sem hljóðar upp á 1.375 milljarða króna, en Shtokman auðlindin er ein sú stærsta ónýtta gasnáttúruauðlind í heimi.