Bandaríski bílarisinn General Motors hefur innkallað um 1,5 milljónir ökutækja vegna eldhættu. Innköllunin nær til margra tegunda af ökutækjum General Motors, meðal annars Buick, Cadillac og Chevrolet. Flestir bílanna hafa verið seldir í Bandaríkjunum.

Forsvarsmenn bílafyrirtækisins segja að innköllun vegna vandans, sem leitt hefur til bráðnunar á plasti í bílunum, hafi byrjað árið 2008 en nýjar upplýsingar nú leiði til innköllunar að nýju.