Gengi hlutabréfa Marel hefur fallið um 3,44% frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Velta með bréfin nema 132 milljónum króna.

Gengisfallið ásamt lítilsháttar gengislækkun þriggja annarra félaga í kauphöllinni hefur dregið úrvalsvísitöluna niður um 1,27%

Gengi hlutabréfa Marel stendur nú í 126,5 krónum á hlut og hefur það ekki verið lægra síðan snemma í nóvember í fyrra. Gengi hlutabréfanna hefur lækkað um 9,96% frá áramótum. Á síðastliðnum 12 mánuðum fór gengið hæst í 162 krónur á hlut. Það var í febrúar síðastliðnum. Síðan þá hefur það lækkað um rétt tæp 22%.