Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 2,02% í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa félagsins stendur nú í 126 krónum á hlut og hefur það ekki verið hærra síðan í byrjun mánaðar. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Eimskips um 1,28%, Haga um 1,08%, fasteignafélagsins Regins um 0,58%, TM um 0,32%, Icelandair Group um 0,31% og Vodafone um 0,08%.

Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa VÍS um 0,27% í 575 milljóna króna veltu. Félagið skilaði uppgjöri í gær.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,07% og endaði hún í 1.183 stigum. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni nam tæpum 1,3 milljörðum króna.