Gengi krónunnar sveiflaðist nokkuð í dag og endaði gengisvísitalan í 121,70. Gengi krónunnar lækkaði því lítillega þrátt fyrir vaxtahækkun á föstudaginn. Hagnaðartaka var áberandi en gengi krónunnar hefur hækkað töluvert síðustu daga m.a. vegna væntinga um vaxtahækkun.
Gengi dollara hækkaði í dag en almennt er búist við 25 punkta vaxtahækkun á morgun, þriðjudag, í Bandaríkjunum. Stýrivextir eru nú 1,50% og því er búist við að þeir hækki í 1,75% á morgun.

Staða helstu gjaldmiðla:

EUR/USD 1,2165

USDJPY 109,90

GBPUSD 1,7860

USDISK 71,65

EURISK 87,20

GBPISK 128,00

JPYISK 0,6520

Brent olía 43,65

Nasdaq 0,25%

S&P -0,40%

Dow Jones -0,60%

Gengisvísitala krónunnar lækkaði úr 121,65 í 121,70

Upplýsingar þessar eru fengnar frá Íslandsbanka.