Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki stefna allir að birtingu hálfsársuppgjörs síns í kringum næstu stjórnarfundi bankans, í ágúst og september.

Frá Arion banka fengust þær upplýsingar að dómar Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra bílalána hafi haft óveruleg áhrif á birtingu uppgjörsins.

Hjá Íslandsbanka hafa dómarnir ekki tafið vinnu við uppgjör að neinu marki, þó að vissulega hafi mikil vinna farið í að meta áhrif dómanna á eigið fé bankans.

Frá Landsbankanum fengust þær upplýsingar að óuppkveðinn dómur Hæstaréttar um vaxtakjör gengistryggðra lána, geti haft áhrif á tímasetningu birtingar. Þó sé ekki verið að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar, en óvissan í kringum dómana geti haft áhrif á tímasetningu.