Gengisvísitala krónu hækkar um 2,6% það sem af er degi, segir greiningardeild Glitnis.

Ástæðan virðist fyrst og fremst vera fréttir af því að peningamarkaðssjóðir í Bandaríkjunum hafi sagt upp framlengjanlegum skuldabréfum íslensku bankanna, sem koma því til uppgreiðslu að 13 mánuðum liðnum.

Þótt ljóst ætti að vera að þetta hafi engin áhrif á fjármögnunarþörf bankanna á þessu ári virðast markaðir nú vera geysilega viðkvæmir fyrir öllum fréttum af íslensku hagkerfi og bönkum, auk þess sem aukinnar tilhneigingar gætir meðal erlendra fjölmiðla í þá átt að túlka allar slíkar fréttir á versta veg, segir greiningardeildin.