Við lokun markaða var gengisvísitalan 120,5 og hélst nánast óbreytt frá deginum áður, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Gengisvísitalan flökti mikið í dag þar sem töluverð veiking átti sér stað við opnun markaða sem gekk til baka fram að hádegi. Gengið að veikjast nokkuð hratt aftur í kringum tvöleytið. Þá birtist frétt á erlenda fréttavefnum Bloomberg.

Þær miklu sveiflur sem voru á markaðnum í dag endurspegla mismunandi viðhorf markaðsaðila sem eru næmir gagnvart nýjum fréttum.

Markaðurinn virðist hafi brugðist mjög harkaleg við frétt á erlenda fréttavefnum Bloomberg þar sem fjallað var um uppboð Lánasýslunnar á ríkisskuldabréfum í flokknum RIKB10 sem er á gjaldaga árið 2010, segir greiningardeildin,

Í fyrirsögn fréttarinnar sem birtist um tvöleytið var upphaflega notuð fyrirsögn þar sem talað var um að íslenska ríkinu hafi mistekist að selja tilgreind skuldabréf (Iceland Fails to Sell Treasury Notes at Government Auction), segir greiningardeildin.

Hið rétta er að Lánasýslan ákvað að taka engum tilboðum að þessu sinni en alls bárust 13 tilboð í flokkinn að fjárhæð 3,7 milljarðar.

Þetta er á engan hátt óvenjulegt og var til dæmis sama upp á teningnum í mars í fyrra. Þess má geta að fyrirsögn fréttar Bloomberg var seinna um daginn breytt í ?Iceland Rejects Bids at Auction,? segir greiningardeildin.