Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 432,1 milljarði króna í lok ágúst og hækkaði um tæpa 47 milljarða í mánuðinum.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þar af námu erlend verðbréf tæpum 225,3 milljörðum króna og hækkuðu um 1,8 milljarða í ágúst. Þá námu seðlar og innistæður um 195,2 milljörðum króna og hækkuðu um 45,9 milljarða króna ágúst, eða 31%. Stærstur hluti þess er geymdur í bönkum með höfuðstöðvar erlendis, eða um 167,5 milljarðar króna.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun gjaldeyrisforðans sl. tólf mánuði. Gjaldeyrisforðinn náði hámarki í nóvember síðastliðnum, um 507 milljörðum króna. Þá lækkaði hann nokkuð í byrjun árs en er nú á uppleið á ný.