Fram undan er mesta ferðahelgi sumarsins og búast má við að tugir þúsunda leggi út á þjóðvegina eða í háloftin ýmist til að heimsækja skipulögð hátíðahöld, sumarbústaðinn eða setja upp fellihýsi á afskekktum unaðsreit. Viðskiptablaðið gerir sérstaka úttekt á þessu mestu ferða- og skemmtanahelgi ársins.

Eitt er víst að fleiri þúsundkallar munu skipta um hendur en aðrar helgar, fleiri kílómetrar verða lagðir að baki, fleiri lítrar af áfengi drukknir og fleiri pylsur borðaðar en nokkra aðra helgi í sumar. Margir verða því einhverjum krónum fátækari en að sama skapi ógleymanlegum minningunum ríkari. Margur unglingurinn mun eflaust eyða sumarhýrunni í skemmtanahöld og ekki er ódýrt heldur að ferðast með fjölskylduna um landið. Pyngjan mun hinsvegar þyngjast hjá kaupmönnum, vínbúðunum, bensínstöðvunum, skemmikröftunum, hátíðarhöldurum og samgöngufyrirtækjum. Reynsla undanfarinna ára sýnir að það er fátt sem fær stöðvað landann þessa helgi sem þeysist af stað sama hverning viðrar. Veðurspáin ræður auðvitað einhverju en ólíklegt er þó að fólk láti dómsdagsveðurspár setja strik í reikninginn ef það er á annað borð búið að viðra tjaldið og smyrja samlokurnar. Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó!

Sjá Viðskiptablaðið í dag.