Sextán lánveitendur Glitnis (gamla Glitnis) hafa nú farið í mál við bankann vegna ógreiddra lána.

Lánveitendurnir eru meðal annara bankarnir DZ Bank, Lloyds TSB og Wachovia Bank. Hljóðar krafa þeirra upp á 150 milljón sterlingspund eða 230 milljón bandaríkjadali.

Fréttaveitan Bloomberg greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Þar kemur fram að málið sé höfðað fyrir Hæstarétti Lundúna, London´s High Court, og að fjögur aðskilin mál hafi nú komið fyrir dómstóla í Bretlandi varðandi innheimtu skulda Glitnis.

Kröfuhafar vilja skuldir sínar greiddar að fullu auk vaxta sem eru 25.000 sterlingspund á degi hverjum, að því er fram kemur í frétt Bloomberg.