Arðgreiðslugeta Landsvirkjunnar mun verða töluverð í framtíðinni miðað við rekstraráætlanir fyrirtækisins. Þá munu tekjuskattsgreiðslur stóraukast þegar framkvæmdartímabili í orku og iðnaði lýkur árið 2025. Samtals gætu greiðslur til ríkissjóðs orðið á bilinu 30-112 milljarðar króna á ári hverju, háð þróun rafmagnsverðs og hvort farið er í lagningu sæstrengs eður ei. Þetta kemur fram í skýrslu Landvirkjunnar um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunnar til ársins 2035. Skýrslan er unnin af GAMMA.

Ef ríkisvaldið nýtir fjármagnið að öllu leyti hérlendis verða um mikil margföldunaráhrif að ræða. Á myndinni má sjá heildaráhrif á hagvöxt af framkvæmdum og rekstri nýrra fjárfestinga í orku og iðnaði ásamt arðgreiðslum Landsvirkjunnar. Þessir þrír þættir eru metnir á sama hátt með tilheyrandi margföldunaráhrifum. Arðurinn kemur ekki aðeins af sölu nýrrar orku heldur einnig að einhverju leyti til af hærra orkuverði til núverandi viðskiptavina. Á mynd má sjá að vænt uppsöfnuð áhrif á hagvöxt árið 2025 verði tæplega 16%, mest vegna arðsemiáhrifa og afleiddra áhrifa fjárfestinga.

Landsvirkjun
Landsvirkjun

Hægt er stækka myndina með því að smella á hana

Í skýrslunni er sú forsenda gefin við framreikning ríkisútgjalda að íslenksa ríkið haldi fastri 42% hlutdeild af landsframleiðslu, sem er nokkurn veginn meðaltal síðustu 10 ára fyrir bankahrunið 2008, auk þess sem bent er á útlagður kostnaður ríkisins sé breytilegur. Arð- og skattgreiðslur Landsvirkjunnar ásamt afleiddum skattaáhrifum gætu því orðið um 3-6% af landsframleiðslu eða um 9-14% af tekjum ríkissjóðs á þessum tíma.