Fjármálaráððherrar evruríkjanna sextán, sem hittust í Brussel í gær, mælast til þess að grísk stjórnvöld skeri niður útgjöld og auki tekjur ríkissjóðs ef það lítur út fyrir að fjárlagahallinn dragist ekki eins mikið saman og um hefur verið talað. Jean-Claude Juncker, formaður ráðherrahópsins, gaf yfirlýsingu þess efnis út eftir fundinn samkvæmt frétt Financial Times.

Grísk stjórnvöld horfa nú fram á það að stefnumótun Evrópusambandsins í málefnum landsins miðar ekki að því að gefa út björgunaráætlun til að róa markaðinn sem óttast greiðslufall Grikklands. Leiðtogar Grikkja lofuðu að minnka fjárlagahallann um 4% í 8,7% af landsframleiðslu á þessu ári. Stuðningur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins var tæpur og fékkst ekki fyrr en lofað var að hækka skatta og lækka opinber laun.

Papandreou óttast pólitíska upplausn í landinu ef farið verður fram á frekari niðurskurð eftir að fólkinu var talið trú um að stefna hans nyti stuðnings ESB. Komið hefur fram í fréttum að fjölmenni hefur mótmælt niðurskurði á götum úti.