Stangveiðimenn geta víða látið reykja afla sinn en þó eru þau ekki ýkja mörg fyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu sem starfrækja reykhús þótt fleri taki við laxi eða silungi í reyk. Tvö þau helstu, og sem bæði hafa lengi verið í rekstri, eru Reykofninn á Skemmuvegi og síðan Reykás á Grandagarði. Ólafur Georgsson og Tómas Kristinsson hafa rekið Reykofninn í um eða yfir 30 ár og Reykás hefur starfað frá árinu 1989 eða í 23 ár en Eðalfiskur keypti reksturinn árið 2007. Eigendur Reykofnsins eru þeir Ólafur Georgsson og Tómas Kristinsson og veiðimönnum ábyggilega vel kunnir.

Reykofninn býður upp á tvenns konar reykingu, taðreykingu og beykireykingu auk þess að grafa lax og silung. Ólafur í Reykofninum segir taðreykinguna dýrari en beykireykingu en það sé smekksatriði hvort mönnum finnist tað- eða beykireyking betri. „Brennslan er dýrari í taðreykingu og það tekur lengri tíma þannig að hún er aðeins dýrari.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.