Stjórn VR hafn­ar kröfu um að kosn­ing fé­lags­ins á full­trú­um þess í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna fyr­ir tæpri viku verði ógilt og boðað verði til nýrra kosn­inga. Þetta kem­ur fram í álykt­un sem stjórn­in samþykkti á fundi sín­um í gærkvöld. Morgunblaðið greinir frá. Í til­kynn­ingu­ sem hef­ur verið birt á heimasíðu VR, seg­ir að það fyr­ir­komu­lag sem viðhaft hafi verið við val á full­trú­um í stjórn LV sé í fullu sam­ræmi við regl­ur stjórn­ar VR þar að lút­andi, vinnu­regl­ur fé­lags­ins og lög þess. Þá segi í áliti lög­manns VR, sem kynnt hafi verið á fund­in­um, að ákvörðun um til­nefn­ingu full­trúa fé­lags­ins í stjórn LV sé á ábyrgð stjórn­ar VR og að eng­in rök séu til að fall­ast á kröfu um ógild­ingu.