Verð á hlutabréfum í Högum hefur hækkað um 1,89% í 211 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Sjóvá hækkaði næstmest eða um 0,54% í 42 milljóna króna viðskiptum.

Síminn lækkaði mest eða um 1,29% í 65 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkaði Marel um 1,25% í 130 milljóna króna viðskiptum.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins lækkaði um 0,73% og heildarvelta á Aðalmarkaði nam 1,1 milljarði.