Hagnaður tryggingarrisans Lloyd´s of London hefur dregist saman um 30% á árinu í kjölfarið af harðnandi samkeppni á markaðnum auk þess sem fjárfestingar hafa ekki skilað hagnaði í samræmi við áætlanir.

Afkoma félagsins er nú sú lélegast síðan árið 2011 þegar jarðskjálftar og flóðbylgjur höfðu þær afleiðingar að fyrirtækið skilaði tapi.

Lloyd´s bendir á að þrátt fyrir 5% aukningu í sölu undanfarið hafi verð fallið umtalsvert í kjölfarið af náttúruhamförum og aukinni samkepni á markaðnum.

Á sama tíma hefur félagið þurft að standa straum af tjóni vegna flugslysa og sprengingar við Tianjin höfnina í Kína. Tryggingarkröfur á hendur félaginu hafa í kjölfarið farið úr 670 milljónum punda í 724 milljónir punda.