Hagnaður bandaríska bankans Morgan Stanley nam 2,39 milljörðum dala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Samsvarar það um 325 milljörðum króna. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður bankans 1,51 milljarði dala. Í frétt Bloomberg segir að sé horft framhjá einskiptisliðum hafi hagnaðurinn verið um 85 sent á hlut, en sérfræðingar höfðu spáð 78 senta hagnaði á hlut fyrir tímabilið.

Forstjóri bankans, James Gorman, hefur hlotið lof fjárfesta fyrir að leggja meiri áherslu á hlutabréfamiðlun og fjárfestingaráðgjöf fyrir auðuga einstaklinga, en minni áherslu á skuldabréf. Markmið hans fyrir þetta ár er að ná ávöxtun eigin fjár yfir 5%, en það yrði í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem það gerist, að því gefnu að markmiðið náist.

Það sem af er ári hefur gengi hlutabréfa bankans lækkað um 5,3%, en á síðustu tveimur og hálfa ári hefur gengið hins vegar nær tvöfaldast.