Þýski bankinn Deutsche Bank hagnaðist um 1,2 milljarða evra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í uppgjörstilkynningu frá bankanum kemur fram að hagnaðinn megi rekja til mikillar sölu á verðbréfum.

Hagnaður bankans er nokkuð umfram væntingar og telja greiningaraðilar í Þýskalandi að hagnaðurinn gefi til kynna batamerki á mörkuðum þar í landi. Fyrirfram var búist við því að hagnaður bankans yrði minni en 800 milljónir evra.

Nokkrir aðrir bankar hafa sýnt aukinn hagnað á fyrsta ársfjórðungi, sem dæmi má nefna Credit Suisse og Goldman Sachs.

Tap Deutsche Bank á síðasta ári var það mesta í 50 ár og bankinn þurfti að afskrifa mikið af veðum vegna fasteignalána í Bandaríkjanna.