Leó Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs, segir líklegt að sjóðurinn verði rekinn með halla á þessu ári og til lengri tíma litið sé ljóst að núverandi tekjur dugi ekki til að standa undir rekstrinum. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV .

Tekjustofn sjóðsins var lækkaður um helming í upphafi árs 2014 og er lægri núna en hann hefur verið síðustu tíu ár.

„Auðvitað er ekki hlutverk svona sjóða ... að vera rekinn í einhverjum hagnaði en heldur ekki í neinum halla heldur eiga tekjustofnarnir bara að standa undir þeim greiðslum sem að ríkið ákveður hverju sinni,“ segir Leó.