Hinn goðsagnakenndi mótorhjólaframleiðandi Harley-Davidson, sem m.a. gert hefur Milwaukee frægt, íhugar nú flutning á starfsemi sinni frá Wisconsin. Ástæðan er samkvæmt frétt AP að skera eigi niður framleiðslukostnað um milljónir dollara. Þykja þetta verulega slæm tíðindi fyrir svæðið, enda er Harley-Davidson oft talið sem eitt helsta stolt jafnt meðal löggæslumanna sem lögbrjóta um allan heim.

Fyrirtækið sem framleitt hefur hin víðfrægu mótorhjól sem m.a. hafa gengið undir nafninu „Milwaukee iron”, varaði starfsmenn sína við mögulegum flutningum strax í apríl. Þykir stjórnendum nærtækast að skera niður launakostnað sem vegur þungt í framleiðsluferlinu.

Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þó að höfuðstöðvarnar verði áfram í Wisconsin. Það þykja þó skila frekar léttvægum umsvifum fyrir samfélagið ef framleiðslan verði flutt í burtu. Minnir þetta óneytanlega á þegar skuttogarinn Guðbjörg ÍS 46 var seldur frá Ísafirði til Akureyrar. Þá reyndu kaupendurnir í Samherja að hughreysta hnuggna Ísfirðinga með því m.a. að segja að Guðbjörgin yrði jú áfram gul.