Forstjóri Sýnar, Heiðar Guðjónsson, hefur keypt fimm milljón hluti í Sýn í gegnum félagið sitt Ursus ehf. Fjórir milljón hlutir voru keyptir á genginu 27 og einn milljón hlutur á genginu 25,8.

Heildarviðskipti Heiðars nema því 133,8 milljónum króna þar sem meðalgengi hvers hlutar er 26,76 krónur. Markaðsgengi hvers hlutar er nú 27 krónur og hafa þau hækkað um tæplega 16% í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Nú á Heiðar, í gegnum félagið Ursus, ríflega 32,1 milljón hluti í Sýn. Miðað við núverandi markaðsvirði eru hlutnir metnir á um 868 milljónir króna. Heiðar á því nú tæplega 10,1% hlut í félaginu en hann var ráðinn forstjóri félagsins í fyrra.