Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 6,3% á fyrstu átta viðskiptadögum ársins, samanborið við 8,6% á sama tímabili fyrir ári, að sögn greiningardeildar Glitnis.

?Hækkunin núna kemur í kjölfar jákvæðrar umfjöllunar erlendra greiningardeilda um Kaupþing,? segir greiningardeildin, sem veitir því athygli að séu í aðalatriðum samhljóma sínum eigin greiningum.

Greiningardeildin væntir góðrar afkomu hjá flestum félögunum í Kauphöllinni og fjármálafyrirtækin munu leiða hækkun ársins.

?Hækkun Úrvalsvísitölunnar er talsvert umfram hækkun erlendra hlutabréfamarkaða það sem af er ári. Af erlendum vísitölum hefur bandaríska Nasdaq vísitalan hefur hækkað um 3,6% en hlutabréf í Danmörku hafa hækkað um 2,7% og í Svíþjóð um 2,3%.

Evrópuvísitalan Morgan Stanley hefur hækkað um 1,7% en heimsvísitalan hefur hækkað um 1,2%. Gengi krónunnar hefur styrkst um 2,3% frá áramótum sem lækkar ávöxtun erlendrar hlutabréfaeignar í krónum talið um sama hlutfall,? segir greiningardeildin.