Hlutabréf féllu í verði í Asíu í dag í kjölfar frétta um að JP Morgan hefði keypt Bear Stearns og að Seðlabanki Bandaríkjanna hefði gripið til frekari aðgerða til að vinna bug á erfiðleikum á fjármálamörkuðum. Dollarinn fór í sitt lægsta gildi gagnvart jeni í 12 ár, eða undir 96 JPY/USD, að því er segir í WSJ. Fjármálaráðherra Japan lýsti miklum áhyggjum af sterku jeni og þeim skaða sem það gæti valdið hagkerfi landsins.

Hlutabréf í Japan lækkuðu í dag um 3,7%, í Hong Kong um 4,1%, í Shanghæ í Kína um 5% og á Tævan um 2,3%.