Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa lækkað mikið í morgun. Það sem af er degi hefur þýska hlutabréfavísitalan lækkað um tæp 4,7%. Aðrar vísitölur hafa lækkað minna.

Markaðir í Bandaríkjunum eru lokaðir í dag þar sem almennur frídagur er í Bandaríkjunum í dag.

Skuldavandi evrusvæðisins og slæmar neysluvísitölur í Bandaríkjunum hafa skapað mikla óvissu á mörkuðum. Beðið er eftir aðgerðum af hálfu seðlabanka og yfirvalda beggja vegna Atlantshafsins.