Hlutabréf BMW Group hafa lækkað um 6,78% það sem af er degi vegna fréttar sem birtist í Auto Bild í morgun.

Í fréttinni segir að díselbíllinn BMW X3 xDrive 20d  mengi 11 sinnum meira af köfnunarefnisoxíð heldur en reglur Evrópusambandsins leyfa.Blaðið segir að rannsóknarfyrirtækið International Council on Clean Transportation hafi framkvæmdt mælinguna.

BMW segir í tilkynningu að bílaframleiðandinn hafi ekki haft áhrif á útblásturprófanir eða hagrætt þeim.

Hlutabréf í Daimler, framleiðanda Mercedes-Benz, hafa lækkað í morgun um 4,5%, væntanlega vegna áhyggna af því að þeir hafi átt við mengunarprófanir.

Ekkert bendir þó til þess og hefur fyrirtækið fullyrt að niðurstöðum mælinga hafi ekki verið hagrætt á nokkurn hátt líkt og hjá Volkswagen.