Vísitala hlutabréfamarkaðarins í Sjanghæ í Kína hækkaði um 1.2% í gær og hefur því aldrei verið hærri. Vísitalan var 2.249.11 stig við lok viðskiptadagsins en hún fór hæst í 2.250.32 í viðskiptum dagsins og hefur ekki mælst hærri síðan í júní árið 2001. Endurspeglar þetta hinn mikla kraft sem hefur verið á kínverskum hlutabréfamörkuðum á árinu og bendir til þess að lægðin sem hefur verið yfir þeim undanfarin ár sé gengin yfir. Ástæða þessara hækkunar er meðal annars rakin til aukins traust fjárfesta á markaðnum og væntinga um góða afkomu skráðra fyrirtækja.

Heildavirði hlutabréfa á kínverskum hlutabréfamörkuðum hefur tvöfaldast á árinu og er nú 945 milljarðar Bandaríkjadala. Ástæða þessara miklu hækkunar er meðal annars rakin til átaks stjórnvalda til þess að fá mikilvæg fyrirtæki til þess að skrá bréf sín á mörkuðunum og umbætur á regluverki hlutabréfamarkaða. Þrátt fyrir að miklar takmarkanir eru á erlendri fjárfestingu á hlutabréfamörkuðum hafa stjórnvöld smám saman verið að slaka á klónni.