Þannn 19. mars síðastliðinn var samþykkt á aðalfundi Fjarskipta hf. að hlutafé félagsins skyldi lækkað um kr. 46.261.100 að nafnverði, eða sem nemur 4.626.110 hlutum.

Lagaskilyrðum fyrir lækkun hlutafjárins hefur nú verið fullnægt. Hlutafé félagsins hefur því verið lækkað úr kr. 3.407.649.990 í kr. 3.361.388.890 að nafnverði, og nemur þá alls 336.138.889 hlutum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Lækkunin tekur einvörðungu til eigin hluta félagsins sem það hafði eignast með kaupum á markaði undanfarin misseri, í samræmi við samþykkta endurkaupaáætlun stjórnar sem aðalfundur 2014 veitti heimild fyrir. Miðast lækkunin við stöðu endurkaupa við lok síðasta reikningsárs.

Niðurfærslan hefur ekki áhrif á hlutafé í eigu annarra hluthafa en félagsins sjálfs.