Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur hótað að hætta að selja Evrópulöndum olíu.

Hugo Chavez sagðist reiður yfir nýjum verklagsreglum ESB um brottflutning ólöglegra innflytjenda aðildarríkja ESB. Auk þess að hóta því að hætta að selja olíu til Evrópu hótaði Chavez að koma í veg fyrir evrópskar fjárfestingar í Venesúela.

Venesúela selur meiri hluta olíu sinnar til Bandaríkjanna og telst vera lítill birgir á evrópskan mælikvarða, samkvæmt frétt Guardian.